12.12.1951
Sameinað þing: 23. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í D-deild Alþingistíðinda. (3624)

186. mál, sænsk timburhús

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil benda á, að fyrir þessu var fullkomin heimild, því að aldrei kom til mála annað en að það sama gengi yfir öll húsin. Þó að þau hafi komið nokkrum dögum síðar, þá var þetta allt sama, partí“, nema þetta eina hús, sem flutt var inn 1945, en af því hafði aldrei komið til mála að greiða neinn toll. Það var ekki aðeins ég, sem þar átti hlut að máli. Ég vil upplýsa, að í rn. hefur legið skjal undirskrifað af meiri hl. hv. þingmanna, þar sem skorað er á ríkisstj. að notfæra sér þessa heimild. — Ég vil benda á, að þessi mál hafa aldrei komið fram á Alþ. í heild. Þótt eitthvað hafi verið á þau minnzt í Ed., þá hafa þau aldrei verið rædd á Alþ. út af fyrir sig.