05.11.1951
Sameinað þing: 12. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (3677)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (JPálm):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá forseta Nd.:

„Reykjavík, 3. nóv. 1951.

Stefán Stefánsson, 2. þm. Eyf., hefur í dag sent mér svo hljóðandi bréf:

„Vegna veikinda treysti ég mér eigi til að sitja lengur á því Alþingi, er nú situr. Vil ég því hér með æskja þess, að varamaður minn, Magnús Jónsson lögfræðingur, taki sæti mitt á Alþingi til loka þessa þings.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason.“

Samkvæmt þessu hefur kjörbréfanefnd haldið fund til þess að athuga kjörbréf þessa varaþm., og tekur nú frsm. n., hv. 11. landsk. þm., til máls.