28.11.1951
Sameinað þing: 18. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (3681)

Varamenn taka þingsæti

forseti (JPálm):

Mér hefur borizt bréf frá hv. 8. landsk. þm., sem sent var hæstv. forseta Nd., og er það á þessa leið:

„Reykjavík, 26. nóv. 1951.

Með því að ég þarf á morgun að fara utan til funda á þingi Evrópuráðsins í Strasbourg og dvelja þar um tveggja vikna skeið, þá leyfi ég mér að æskja þess með vísun til 3. mgr. 144. gr. laga nr. 80 7. sept. 1942, um kosningar til Alþingis, að fyrsti landskjörinn varaþingmaður Alþýðuflokksins, Guðmundur Í. Guðmundsson, taki sæti á Alþingi í minn stað í fjarveru minni.

Virðingarfyllst,

Stefán Jóh. Stefánsson.“

Samkvæmt bréfi þessu tekur 1. landsk. varaþm. Alþfl., Guðmundur Í. Guðmundsson bæjarfógeti, sæti á Alþingi, og býð ég hann velkominn.