14.01.1952
Neðri deild: 58. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 676 í B-deild Alþingistíðinda. (857)

155. mál, greiðsluafgangur ríkissjóðs

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls hér í d. gat ég þess, að af Alþfl. hálfu mundi verða tekið til athugunar með brtt. varðandi sjálft stjfrv., sem fyrir liggur. Ég lýsti því þá yfir, að þó að orkaði tvímælis sú skipting, sem gerð væri í frv. stj., þá fyndist mér þó höfuðgallinn á því, hve mjög væru klipin við nögl fjárframlög til byggingar verkamannabústaða og óþarflega langt gengið í ákvörðun vaxta af þeim lánum, sem gert er ráð fyrir í frv. Þess vegna hef ég leyft mér að bera fram 3 brtt. á þskj. 583. — Sú fyrsta er aðelns um allsherjar hækkun á heildarúthlutuninni í samræmi við 2. brtt., og ætla ég ekki að ræða hana sérstaklega, annað en það, að ég vildi benda á, að eftir yfirlýsingu frá hæstv. fjmrh. eru allar líkur til, að tekjuafgangurinn verði árið 1951 um 50 millj., og ég held, að það sé nokkur ástæða til að ætla, að hann verði frekar yfir 50 millj. en hitt, en e.t.v. getur hæstv. fjmrh. upplýst það nánar nú. Af því leiðir, að til ráðstöfunar er samkv. samþykkt Alþ. 50 millj., eða sennilega eitthvað á 6. tuginn. — Nú hefur mér skilizt af frv. ríkisstj., — en þar er lagt til, að úthlutað verði 38 millj., — að 12 millj. eða meira af tekjuafgangi ríkissjóðs árið 1951 eigi að ganga til að greiða afborganir af skuldum ríkissjóðs, sérstaklega lausaskuldum við Landsbankann. Í því sambandi er rétt að bendu á tvennt, áður en ákveðið er að verja tugum milljóna af greiðsluafgangi ársins 1951 til að greiða lausaskuldir við Landsbankann. Annað er það, að þegar hefur verið samþ. hér að leita heimildar til að verja úr mótvirðissjóði 50 millj. kr. til að greiða lausaskuldir við Landsbankann. Nú veit ég ekki, hvort heimild liggur fyrir um þetta, en telja má líklegt, að ekki muni skorta samþykki af hálfu þess aðila, er til þarf að leita, því að eins og hv. þm. Hafnf. upplýsti, þegar hann ræddi við þessa aðila á sínum tíma, bentu þeir á það, að eðillegt væri, að verulegur hluti mótvirðissjóðs væri notaður til að greiða skuldir ríkissjóðs, svo að ég geri ráð fyrir, að ekki muni skorta helmild til þess.

Í annan stað var ákveðið í lögum um gengislækkun o.fl. að leggja á sérstakan stóreignaskatt, er má greiða í verðbréfum, er greiðist á 20 árum með 31/2% ársvöxtum. Þó að litlar upplýsingar liggi fyrir Alþ. um, hverju stóreignaskatturinn nemur og hve mikill hluti hans er greiddur í bréfum, benda öll skynsamleg rök til þess, að verulegur hluti hans verði greiddur í þessum bréfum, ég skal ekki segja hve mikið, en hæstv. fjmrh. getur e.t.v. upplýst nánar um það, því að það átti að tilkynna um það fyrir 10. jan., hverjir ætluðu að nota þessa heimild og greiða skattinn með verðbréfum. Ég vil samt álykta, að allur þorrinn, jafnvel svo að skiptir tugum milljóna, verði afhentur ríkinu í þessum skuldabréfum. — Nú er það ákvæði í gengislækkunarlögunum, að þessi bréf skuli afhent Landsbankanum og hann sé skyldugur að taka þau á nafnverði upp í það, sem ríkið skuldar í Landsbankanum. Þegar þessa er gætt og að hægt er að verja 50 milljónum úr jafnvirðissjóði og í annan stað, að verulegur hluti skuldabréfanna verður afhentur sem greiðsla á lausaskuldunum, sé ég ekki, að brýn ástæða sé til að verja stórum hluta af tekjuafgangi ársins 1951 til að greiða lausaskuldir ríkisins í Landsbankanum og þar sem tugmilljónir eru ætlaðar til þess úr öðrum sjóði. Fyrir þessar sakir tel ég að sé útreiknað með varúð, að eftir séu 44 milljónir í stað 38 til ákvörðunar Alþ. af tekjuafgangi ársins 1951, og samt sé eftir óráðstafað 5–10 millj. Og með tilvísun til þess, sem ég hef áður sagt um greiðslu lausaskulda og skuldabréf stóreignaskattsins, tel ég séð mjög forsvaranlega fyrir niðurgreiðslu lausaskulda ríkisins við Landsbankann.

2. brtt. á þskj. 583 er reist á því, að varið verði 44 millj., en ekki 38, í ákveðnu skyni af greiðsluafgangi ársins 1951, og er lagt til, að í stað 4 milljóna til byggingarsjóðs verkamanna verði varið 10 millj. Við 1. umr. gat ég þess, að ég vissi vel, að hæstv. fjmrh. mundi kunn sú mikla fjárþörf, sem byggingarsjóður verkamanna hefur. Í annan stað er óbætt að slá föstu sem staðreynd, að bygging verkamannabústaða við sjávarsíðuna er einn hagkvæmasti byggingarháttur, sem upp hefur verið tekinn þar. Hús þessi reynast ódýr og hentug og í kaupstöðum og kauptúnum utan Reykjavíkur og Ísafjarðar hefur verið hugsað um það aðallega fyrir utan samvinnuíbúðir, en lítið verið byggt eftir III. kafla laga frá 1946. Ég hika því ekki við að staðhæfa, að þótt ekki dragi úr þörf bæjanna til að byggja sérstakar íbúðir til að bæta úr vandræðunum, sé einnig nauðsyn á að byggja verkamannabústaði, eins hagkvæma og völ er á. Þess vegna er lagt til, að 10 millj. af tekjuafgangi ríkissjóðs árið 1951 verði varið til byggingarsjóðs verkamanna. — Ég hef ekki lagt til, að breytt væri að öðru leyti því, sem lagt er til í frv. um framlög til íbúðabygginga í kaupstöðum til að reyna að bæta úr húsnæðisvandræðunum, og ekki heldur dregið úr að verja 4 millj. til smáíbúðabygginga.

Fyrir utan það, sem ég nú hef sagt um þörfina á að byggja verkamannabústaði og hversu hagkvæmir þeir séu, vildi ég geta þess líka, að svo mikil reynsla er fengin eftir 20 ár af þessu fyrirkomulagi, að ég held, að það komi skýrt í ljós, að með öðrum hætti er ekki betur hægt að bæta úr brýnustu þörfinni við sjávarsiðuna. Ég held, að enginn láti sér koma í hug að neita því, að æskilegt sé, að byggingarsjóður verkamanna fengi meira en þessar 4 millj., sem honum eru ætlaðar eftir frv. Það er aðeins hitt: Er hægt að verja 6 milljónum meira í þessu skyni? — og vísa ég þar til þess, sem ég hef áður sagt, að það er hægt, ef vilji og skilningur á þörfinni er fyrir hendi og ef hæstv. ríkisstj. og flokkar þeir, sem að henni standa, skilja þetta. En að óreyndu vona ég, að menn skilji þessa þörf og dragi rétta ályktun af þeim skilningi með atkvæði sínu.

Í þriðja lagi er lagt til, að í stað 51/2% vaxtafótar af þeim lánum, sem gert er ráð fyrir að veitt verði, verði hann ákveðinn 4%. Við 1. umr. gat ég þess, að varðandi þau kjör, sem eru veitt mönnum við íbúðir í verkamannabústöðunum, þar sem vextir og afborganir eru aðeins 3%, kostar það sjóðinn verulegar upphæðir að greiða mismuninn á þessum vaxtakjörum, þeim, sem gert er ráð fyrir í frv., og þeim, sem hann þarf að lána út með samkv. gildandi lögum. Í annan stað er viða, t.d. í Reykjavík, þar sem hefur verið byggt og verið er að byggja hin svokölluðu Bústaðavegshús, að það er verulegur hluti af byggingarkostnaðinum, eða a.m.k. helmingur, sem bærinn veitir að láni þeim, sem byggja, og held ég, að þau lán eigi að greiðast á 50 árum með 3% í vexti. Þegar þess er gætt, hvaða vextir eru ákveðnir í l. um verkamannabústaði og hvaða vaxtakjör eru hjá Reykjavíkurbæ, tel ég þörf á að ákveða vexti af þessu framlagi ríkissjóðs lægri en gert er í frv. og legg til, að þeir verði 4% í stað 51/2%. Tel ég þar mjög hóflega í sakirnar farið og vona að skilningur sé fyrir hendi að færa þessa vexti niður. — Án þess að vilja fara inn á fræðilegar umr. um ákvörðun vaxta í sambandi við lánsfjárþörf og lánsfjárkreppu og atvinnurekstur í landinu vil ég segja það sem mína skoðun, að ég tel hæpið að reyna að hefta athafnir og fjárfestingu með mjög háum vöxtum og tel ástæðu til að hafa vexti hóflega og gera aðrar og skynsamlegar ráðstafanir, sem miða að því að hindra of ríka fjárfestingu.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara um þessar brtt. minar fleiri orðum, en vildi bara að lokum endurtaka, að það er fullkomlega forsvaranlegt að verja 44 millj. kr. af tekjuafgangi ársins 1951 í því skyni, sem lagt er til með frv. ríkisstj., að viðbættum brtt. mínum, og einna brýnustu þörfina til aukins lánsfjár er að finna hjá byggingarsjóði verkamanna, og verður að telja eðlilegt að miða við lögákveðna vexti í sambandi við byggingu verkamannabústaða og þær reglur, sem settar hafa verið t.d. í Reykjavík í sambandi við bæjarbyggingarnar, þ.e. að lækka vaxtafótinn frá því, sem gert er ráð fyrir í frv. ríkisstj., niður í 4%. — Þó að Alþfl. hefði að öðru leyti getað hugsað sér skiptinguna á nokkuð annan veg, jafnvel innan þess ramma. sem lagður er með frv. ríkisstj., vil ég ekki fara inn á brtt. snertandi það atriði, því að það er þörf á auknu fé til allra þeirra atriða, sem gert er ráð fyrir í frv. ríkisstj. Við viljum þó með þessum brtt. reyna að bæta úr þeim höfuðgalla, sem okkur virðist vera á úthlutun tekjuafgangs ríkissjóðs 1951, án þess að ganga lengra en svo, að forsvaranlegt væri varðandi fjárhag ríkisins og greiðslu á lausaskuldum ríkisins í þjóðbankanum. Vænti ég þess vegna, að þessar brtt. mættu við nánari athugun fá þann stuðning hér í d., sem þær vissulega eiga skilið, eftir því sem málefni standa til.