29.11.1952
Efri deild: 32. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1055 í B-deild Alþingistíðinda. (1163)

18. mál, bæjanöfn o. fl.

Forseti (BSt):

Þetta, sem hér hefur verið rætt um, er auðvitað álitamál, og fer eftir atvikum, hvernig á það ber að líta. Það er algengt, eins og allir vita, þótt borið sé fram lagafrv. um tiltekna breyt. á lögum, að þá eru bornar fram brtt. við það frv. um frekari breyt. á þeim lögum heldur en frv. fjallar um. Hafa slíkar breyt. oft og tíðum verið samþ. og gerðar að lögum. En hér er um margar breyt. að ræða, þ.e.a.s., hér er um till. að ræða, sem gerir ráð fyrir, að allmargar lagagr. komi í staðinn fyrir 1. gr. frv. En þær eru um sama efni eins og þau lög eru, sem frv. fjallar um að breyta. Ég sé því ekki annað en að þessar till. megi bera upp. Ég skal sem hliðstæðu nefna, að hér var borið fram lagafrv. um breyt. á þingsköpum. Það fjallar aðeins um þá nauðsynlegu breyt., sem þurfti að gera vegna þess, að nú er hafin vélræn upptaka á þingræðum. Ég tel alveg fráleitt, að í sambandi við þetta lagafrv. megi ekki breyta fleiri atriðum þingskapa. Og svo er einmitt um þetta. Minn úrskurð skal ég gjarnan bera undir d. og beygja mig fyrir henni. En hann er sá, að þessar till. eða þessi brtt., þótt í mörgum liðum sé, verði borin upp, og tel ég, að slíkt hafi oft skeð. (Gripið fram í.) Ja, minn úrskurður er, að þetta megi berast upp, þar sem þetta er um sama efni og þau lög, sem verið er að breyta.