15.01.1953
Neðri deild: 50. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í C-deild Alþingistíðinda. (3219)

81. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Eiríkur Þorsteinsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur athugað þetta mál og orðið sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Ég gerði allýtarlega grein fyrir málinu við 1. umr. sem flm. þess, og ætla ég ekki að fara um það mörgum orðum, en þetta er það merkilegt mál, að ég tel illa farið, ef það nær ekki að verða að lögum á þessu þingi, þar sem það snertir mjög ein stærstu atvinnutæki þjóðarinnar víðs vegar um land, sem eru fiskiðjuverin. Ég vil leyfa mér að þakka n. fyrir ágæta afgreiðslu á málinu og tel, að það sé spor í áttina til þess, að frv. geti orðið, eins og ég sagði áðan, að l. á þessu þingi, þó að senn líði nú að þinglokum.

Ég ætla ekki að orðlengja um þetta að sinni, en vænti þess, að það verði samþ. og afgreiðslu þess hraðað sem mest. Vil ég beina því til hæstv. forseta, að hann stuðli að því, að svo geti orðið.