15.12.1952
Efri deild: 40. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 268 í B-deild Alþingistíðinda. (492)

11. mál, tekjuskattsviðauki

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt svo hljóðandi skrifleg brtt. við frv. frá Guðmundi Í. Guðmundssyni og Haraldi Guðmundssyni:

„4. gr. orðist svo: Hagstofa Íslands skal reikna út vísitölu, er sýni þá breytingu á almennu kaupgjaldi, er orðið hefur síðan 1941. Tekjuskatt og tekjuskattsviðauka 1953 skal umreikna á sama hátt og gert hefur verið, með hliðsjón af ákvæðum a-liðs 14. gr. l. nr. 20 1942, og skal miða við vísitölu þá, sem nefnd er í 1. málslíð greinar þessarar.“

Brtt. er of seint fram komin og auk þess skrifleg og þarf því tvöföld afbrigði, sem ég leita hér með.