16.03.1954
Neðri deild: 62. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1493)

166. mál, eignarnámsheimild fyrir Dalvíkurhrepp

Frsm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Heilbr.-og félmn. flytur frv. þetta eftir beiðni hæstv. ríkisstjórnar. Í grg. er skýrt frá ástæðunum fyrir flutningi þess, en þar er m.a. tekið fram, að frv. sé borið fram samkv. ósk hreppsnefndar Dalvíkurhrepps, en almennur hreppsfundur í Dalvíkurhreppi, haldinn á s.l. ári, skoraði á hreppsnefndina að afla sér heimildar til að láta leigunám fara fram á lóðum og lendum í landi hreppsins, eftír því sem hreppsnefndinni þætti ástæðu til. Ég held, að grg. skýri nægilega ástæðuna fyrir flutningi málsins, og fjölyrði því ekki frekar um það, en ég óska eftir því, að málinu verði vísað til 2. umr. að lokinni þessari umr. En málið er flutt af nefnd, eins og ég hef getið um, og mun n. að sjálfsögðu athuga málið nánar á milli umræðnanna.