11.03.1954
Efri deild: 60. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1366 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

119. mál, Búnaðarbanki Íslands

Forseti (GíslJ):

Hæstv. dómsmrh. óskaði eftir því, að þessari umr. yrði frestað, þar til þessar upplýsingar lægju fyrir. Nú hefur hann tekið þá ósk sína til baka aftur. Ég tel hins vegar, að hér sé um svo mikilvægt mál að ræða, að ég tel rétt að fresta umr., þar til þessi gögn liggja fyrir. Það er einn maður á mælendaskrá, og það hafa verið boðaðir flokksfundir kl. hálf tvö. Ég mun því fresta umr. og taka málið út af dagskrá og taka það ekki á dagskrá aftur, fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir, sem um hefur verið rætt, en skal hins vegar lofa, að það skal ekki tefja málið við 3. umr. Ég skal sjá um, að það verði haldinn sérstakur fundur, ef á þarf að halda, þó að það væri kvöldfundur eða eftirmiðdagsfundur, til þess að tefja ekki. Málið er því tekið út af dagskrá.