08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1522 í B-deild Alþingistíðinda. (1886)

121. mál, skipun læknishéraða

Haraldur Guðmundsson:

Það hefur nú skeð við meðferð þessa máls, að meiri hl. er orðinn minni hl., og skal ég ekki neitt fjölyrða um ástæður til þess, en ég er enn sömu skoðunar eins og ég var við 2. umr., að þetta frv. sé tilefnislaust og óheppilegt, að það sé samþ. Hversu miklir örðugleikar eru á því að ganga sómasamlega frá slíkri tilhögun, að hafa tvo héraðslækna á sama stað, eins og gert er ráð fyrir í frv., verður augljóst, þegar litið er á þær mörgu brtt., sem komið hafa fram nú við síðustu meðferð málsins. Ég skal þó taka það fram, út af brtt., að ég tel, að yfirleitt séu brtt. meiri hl., sem nú er, við frv. heldur til bóta, og mun því greiða þeim atkv., en eftir sem áður tel ég óþarft, að þessi breyt. sé gerð á l. nú, og greiði atkv. gegn frv.