01.04.1954
Efri deild: 75. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (2030)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Jóhann Jósefsson:

Með því að ég er samþykkur því, að bæjarfélögin og sveitarfélögin fái frelsi í því að velja sér vátryggingarstað framvegis, hef ég ásamt hv. þm. Hafnf. lagt fram sérstakt frv. um þetta efni, þótt því sé ekki útbýtt nú í þessari hv. d. Af því að við teljum þá aðferð réttari en að samþykkja slíkt efni í því óþinglega formi, sem það er fram komið í hv. Nd., þá segi ég já við þessari brtt. á þskj. 602.

1. gr., svo breytt, samþ. með 11 shlj. atkv.

Brtt. 607,b—f teknar aftur.

— 602,2 samþ. með 11:1 atkv.

2. gr., svo breytt, samþ. með 9 shlj. atkv.

Brtt. 602,3 samþ. með 9 shlj. atkv.

3. gr., svo breytt, samþ. með 10 shlj. atkv.

4.–7. gr. samþ. með 11 shlj. atkv.

Brtt. 602,4 (ný fyrirsögn) samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 11 shlj. atkv., með fyrirsögninni:

Frv. til l. um brunatryggingar í Reykjavík.