12.04.1954
Neðri deild: 90. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1610 í B-deild Alþingistíðinda. (2045)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Gils Guðmundsson:

Hv. Ed. hefur ekki viljað fallast á þá breytingu, sem gerð var á frv. hér í deildinni, heldur fært það í upprunalegt form. Þó að ég telji nú sem áður eðlilegt, að staðir utan Reykjavíkur fái sama rétt og Reykjavík er ætlaður með þessu frv., vil ég ekki eiga hlut að því að stefna frv.í hættu með því að gera það að bitbeini milli deildanna nú í þinglok. Þar sem fyrir þinginu liggur sérstakt frv. um brunatryggingar utan Reykjavíkur, sem leysir það mál á viðhlítandi hátt að mínum dómi, og öruggt er, að það á vísan framgang, tel ég rétt að fylgja þessu frv. óbreyttu eins og það liggur nú fyrir og segi því nei.