29.03.1954
Efri deild: 72. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í C-deild Alþingistíðinda. (2273)

187. mál, bifreiðaskattur o. fl.

Forseti (GíslJ):

Ég vil benda hv. 1. flm. á, að hér er um raunverulega nýja skatta að ræða og málið ætti þar af leiðandi miklu frekar að fara í fjhn. en í samgmn., alveg sérstaklega með tilliti til þeirra upplýsinga, sem fram hafa komið hér, að það gæti verið, að það þyrfti að athuga það í samræmi við önnur mál, sem einnig hefur verið fjallað um í fjhn. Ég vil því spyrja, hvort hv. flm. vildi ekki falla frá því að láta málið fara í samgmn. (Gripið fram í.) Mér finnst eðlilegra, að það fari í þá nefnd. Ég veit, að hv. form. þeirrar n. mun taka málið fyrir og tefja ekki afgreiðslu þess.