09.11.1953
Neðri deild: 19. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í C-deild Alþingistíðinda. (2644)

89. mál, olíueinkasala

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Þar sem þm. hafa reynslu af því, að ráðherrar þeirra flokka, sem nú sitja, og það sérstaklega síðasti viðskmrh., hafa neitað að svara fsp., sem fram hafa verið bornar á venjulegan hátt, og þar sem hins vegar 54. gr. stjskr. mælir svo fyrir, að hverjum þm. sé heimilt að bera fram sérhvert almennt mál í þeirri þd., sem hann á sæti í, og beiðast um það skýrslu ráðherra, — og þá er náttúrlega gengið út frá því, að hún sé gefin, — en ráðh. hefur neitað að gefa slíka skýrslu nú og ætlar sér að koma þessu máli til 2. umr. og n. til þess að komast hjá því að verða við sínum þinglegu skyldum, þá álít ég, að hæstv. forseti hefði átt að verða við þeirri kröfu að fresta þessari umræðu, og þess vegna greiði ég ekki atkv. við þessa atkvæðagreiðslu.