03.03.1954
Sameinað þing: 37. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í D-deild Alþingistíðinda. (3200)

145. mál, Grænlandsmál

Forseti (JörB):

Ég vil taka það fram út af ummælum hv. þm. Barð. vegna kostnaðar þess, er kynni að leiða af meðferð þessa máls, að ég bjóst ekki við því, að sá hraði yrði á þessu máli, að næsta Alþ. mundi ekki vera komið saman, áður en til þess kæmi að vísa málinu til alþjóðadómstólsins í Haag. Ég bjóst við, að þó að hæstv. ríkisstj. fengi málið nú til meðferðar og hún leitaði samninga við ríkisstjórn Danmerkur, þá mundi ekki meira en svo vera fengin afgreiðsla á því, þegar næsta Alþ. kemur saman, og væri þá hægur hjá að leita heimildar fyrir þeim greiðslum, sem kunna að verða af frekari meðferð málsins, og af þessum ástæðum var það, að ein umr. aðeins var ákveðin.