08.10.1953
Neðri deild: 5. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (35)

35. mál, síldarmat

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um tiltölulega lítilvægt mál, sem þó þótti nauðsynlegt að gefa út um brbl. Eins og grg. ber með sér, þá er tilgangurinn sá, að heimilt sé að taka krónu skatt í staðinn fyrir 25 aura áður sem matsgjald af hverri útflutningstunnu síldar. — Grg. ber með sér rökin fyrir þessari breyt., og sé ég ekki ástæðu til þess að bæta neinu við þau, en leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til hv. sjútvn. að lokinni þessari umræðu.