11.02.1954
Efri deild: 43. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1718 í B-deild Alþingistíðinda. (3614)

Fjarvistir þingmanna

forseti (GíslJ):

Fundur er settur til þess að taka nafnakall. Það er sýnilegt, að það eru ekki nógu margir fundarmenn mættir. Gerðabókin hefur legið frammi, en það er ekki unnt að hafa atkvgr. um samþykkt fundargerðabókarinnar, vegna þess að það eru ekki nægilega margir á fundi. Ég vil gjarnan sjá, hverjir eru við.

[8 þm. (BSt, BBen, BrB, FVR, GÍG, HG, HermJ, VH) voru fjarstaddir.

BSt, BBen, GÍG, HG, VH höfðu fjarvistarleyfi.]

Mættir eru 9 deildarmenn, og fjarstaddir eru 8, en þar af hafa leyfi BSt, BBen, GÍG, HG og VH. Það er því fundarfært orðið í deildinni.

Áður en gengið er til dagskrár, vildi ég mega tjá hv. 2. landsk., að við höfum orðið að fresta hér að setja fundinn vegna þess, að hann var ekki kominn á réttum tíma ásamt ýmsum öðrum og hefur ekki boðað fjarvistarleyfi. Vildi ég mælast til þess, að fundir yrðu ekki tafðir við það, að hv. þingmaður komi ekki á hæfilegum tíma til fundarsetu.