18.12.1953
Neðri deild: 41. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (3664)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér — og ég veit ég geri það fyrir hönd allra hv. þdm. — að þakka hæstv. forseta fyrir góðar óskir okkar garð og vil um leið þakka honum fyrir gott samstarf við okkur þingmenn, það sem af er þessu þingi, og ég veit ég mæli það fyrir munn allra hv. þdm., að ég óska honum gleðilegra jóla og góðs nýárs og að við megum sjá hann heilan hér aftur, þegar við hittumst á ný. Ég vil biðja hv. þdm. um að rísa úr sætum sínum til að taka undir árnaðaróskir mínar til hæstv. forseta. [Dm. risu úr sætum.]