09.05.1955
Efri deild: 85. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 987 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

199. mál, verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. hafði svo greinilega framsögu á máli þessu við 1. umr., að ég sé ekki ástæðu til þess að endurtaka það, sem hann þá sagði.

Fjhn. hefur athugað frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt. Ég vil geta þess, að hv. þm. Barð (Gís1J) hefur gert fyrirvara, eins og kemur fram í nál., og að hv. þm. S-Þ. (KK) tók ekki þátt í afgreiðslu málsins; hann hefur fjarvistarleyfi frá forseta deildarinnar.