28.04.1955
Neðri deild: 80. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

132. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Hv. Ed. hefur gert eina smábreytingu á þessu frv., og er hún á þá leið að taka inn aftur hærra framlag á sléttun túnþýfis eins og var í l. áður, og nær það aðeins yfir þetta ár, árið 1955.

Landbn. þessarar d. felldi þetta niður úr l. og byggði á því, að túnþýfi mundi vera lítið til orðið og auk þess næði ekki þessi breyting til annars en túna á þeim jörðum, sem hafa meira en 10 ha. tún. Nú hefur hv. landbn. athugað þetta og mælir með því, að frv. sé samþ. eins og það liggur fyrir þrátt fyrir þessa breytingu.