11.11.1954
Neðri deild: 16. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í B-deild Alþingistíðinda. (31)

11. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 11, er stjfrv., sem hefur gengið gegnum hv. Ed. Það fjallar um það annars vegar að framlengja hækkun á vörumagnstolli og verðtolli að undanteknu því, sem þar segir, benzíni og flugvélabenzíni, en að hinu leytinu felur það í sér framlengingu á gildandi ákvæðum um lækkun á nokkrum öðrum tollum.

Hv. fjhn. þessarar d. hefur haft þetta mál til athugunar og borið það saman við lögin, sem um þetta gilda, og mælir öll n. með því, að frv. verði samþ., en tveir hv. nm., hv. 1. landsk. (GÞG) og 9. landsk. þm. (KGuðj), skrifa undir nál. með fyrirvara varðandi B-lið 1. gr., sem fjallar um framlengingu á hækkun á verðtollinum.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta. Þetta mál hefur áður legið fyrir, og hv. þm. er kunnugt, hvað það hefur inni að halda.