09.02.1955
Sameinað þing: 34. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2058 í B-deild Alþingistíðinda. (3270)

Varamenn taka þingsæti

forseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 9. febr. 1955.

Formaður þingflokks Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, hefur í dag skrifað mér eftirfarandi:

„Með því að Sigurður Guðnason, 6. þm. Reykv., er veikur, leyfi ég mér að óska eftir, með skírskotun til 144. gr. laga nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður hans, Gunnar M. Magnúss rithöfundur, taki sæti á Alþingi í veikindaforföllum hans.“

Þetta er yður, herra forseti, tilkynnt hér með, með ósk um, að kjörbréf varamanns verði tekið til rannsóknar hið skjótasta.

Forseti neðri deildar,

Jónas G. Rafnar,

2. varaforseti.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“