15.11.1954
Efri deild: 17. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (47)

38. mál, hlutatryggingasjóður bátaútvegsins

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Það er ástæðulaust að hafa langa framsögu fyrir þessu máli. Frv. er flutt til staðfestingar á brbl., sem sett voru 18. sept. s.l. Tildrögin eru hinn mikli aflabrestur á síldveiðum, sem enn átti sér stað í sumar.

Efnislega eru tvö atriði tekin fram í þessu frv. Í fyrsta lagi heimild ríkisstj. til að ábyrgjast lán, er stjórn hlutatryggingasjóðs tekur fyrir hönd síldveiðideildar hjá hinni almennu fiskideild. Jafnframt er ákveðið, að ríkissjóður greiði vexti af láninu. Og í annan stað, að togarar, sem gerðir hafa verið út á síldveiðar sumarið 1954, skuli njóta sömu bóta úr síldveiðideildinni og önnur herpinótaskip. Þetta ákvæði er tekið upp m.a. vegna þess, að togarar hafa í reyndinni greitt sama gjald til hlutatryggingasjóðs og önnur síldveiðiskip, og þykir þá rétt, að þeir njóti einnig sömu réttinda.

Sjútvn. hefur athugað þetta frv. og, eins og nál. ber með sér, lagt til, að það verði samþ. óbreytt.