24.03.1955
Efri deild: 62. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í B-deild Alþingistíðinda. (494)

28. mál, stofnun prófesorsembættis í læknadeild

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Menntmn. hefur haft þetta frv. til athugunar og hefur sannfærzt um það, að þörf sé á að stofna það prófessorsembætti í læknadeild háskólans, sem frv. fjallar um. Enn fremur er n. sammála því, sem hæstv. menntmrh. sagði við 1. umr. þessa máls hér í d., að réttara væri að afgreiða þetta mál sérstaklega og blanda þar ekki öðru inn í. Af þessum ástæðum er það, að n. leggur til, að frv. verði samþykkt óbreytt. — Einn af nm., hv. 4. þm. Reykv., var ekki viðstaddur, þegar n. afgreiddi málið.

Það kann að vísu að vera ástæða til þess frá víssu sjónarmiði að bæta fleiri kennurum við læknadeild háskólans og jafnvel aðrar háskóladeildir, einkum ef Íslendingar vildu halda til jafns við aðrar þjóðir um kennslu í háskólanum. En að sjálfsögðu verður jafnfámenn þjóð og Íslendingar eru að sniða sér nokkuð stakk eftir vexti í þessu sem öðru. Og hvað sem þeim málum að öðru leyti liður, þá telur n. rétt að halda þessu atriði aðgreindu, eins og ég sagði áðan, og samþykkja frumvarþið.