10.03.1955
Neðri deild: 57. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 503 í B-deild Alþingistíðinda. (547)

25. mál, læknaskipunarlög

Viðskmrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Bréfið staðfestir það, sem ég sagði. Það staðfestir algerlega það, sem ég sagði, að sýslunefndin var ekki á einu máli um það, að læknarnir væru báðir á sama stað, að þrír sýslunefndarmenn gerðu ágreining og vildu hafa læknissetrið annars staðar og sýslunefndarmenn Landhrepps, Holtahrepps og Vestur-Landeyjahrepps hafa sagt mér, að þeir teldu lækninn bezt settan á Hellu, vegna þess að þar væri flest fólkið. (HelgJ: Þeir sögðu annað á fundinum.) Þeir sögðu ekki annað á fundinum. — Og svo vil ég enn endurtaka það, að sýslunefndarmenn Ásahrepps og Rangárvallahrepps skrifuðu báðir undir og þeir voru í fararbroddi á s.l. vori um það, að læknirinn væri búsettur í hinu nýja héraði. Og bréfið, sem hv. þm. las upp, staðfestir aðeins það, að sýslunefndin var ekki á elnu máli þrátt fyrir mikinn áróður sýslumanns og kannske þingmannsins, sem mér er nú ekki eins kunnugt um. En mér er kunnugt um, að sýslumaðurinn hafði mikinn áróður í frammi í þessu máli.