18.03.1955
Neðri deild: 61. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 506 í B-deild Alþingistíðinda. (557)

25. mál, læknaskipunarlög

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins taka það fram, án þess að fara að kappræða þetta neitt, að ég hef hina allra mestu samúð, eins og ég sagði áðan, með einfaldri skýrslugerð. En frv. um læknaskipun er náttúrlega ekki fyrst og fremst frv. um skýrslugerð, heldur um það, hvernig haga skuli læknisþjónustunni, og það finnst mér vera höfuðsjónarmiðið. Og ég get ómögulega séð, að það mundi raska nokkru, þó að það þyrfti að gá að því sérstaklega, hvernig ástatt væri á tólf bæjum á landinu, þegar gengið er frá heildaryfirlitinu.