25.10.1954
Neðri deild: 8. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

9. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Með þessu frv. er lagt til, að ríkisstj. sé heimilað að innheimta með viðauka nokkur gjöld á árinu 1955. Þessir viðaukar eru ekki nýmæli, heldur er þar um að ræða framlengingu á þeim viðaukum, sem áður hafa verið innheimtir. Þetta frv. er komið frá hv. Ed. og hefur farið í gegnum d. breytingalaust, og ég vænti, að hv. d. geti fallizt á að samþ. frv., og leyfi mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn.