15.11.1955
Efri deild: 18. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (1118)

81. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Ingólfur Flygenring):

Herra forseti. Við 2. umr. málsins um skipun prestakalla voru samþ. tvær brtt. Nú flytur menntmn. nýja brtt., þar sem heppilegar og ákveðnar er til orða tekið. Er hún á þá leið, að siðasta mgr. 2. gr. orðist svo:

„Prestur þessi skal hafa sömu laun og sóknarprestur, en ferðakostnaður hans milli prestakalla skal greiddur úr ríkissjóði svo og húsaleiga, þar sem hann er settur til þjónustu, enda fái hann ekki afnot af embættisbústað prestakallsins, hvort tveggja samkvæmt reikningi, er ráðherra úrskurðar.“

Þetta er skrifleg brtt., og leyfi ég mér að afhenda hana hæstv. forseta.