14.03.1956
Sameinað þing: 46. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í D-deild Alþingistíðinda. (2280)

65. mál, fræðsla í þjóðfélags- og þjóðhagsfræðum

Sigurður Ágústsson:

Herra forseti. Á þskj. 72 hafa þeir hv. 1. þm. Eyf. og hv. þm. N-Þ. flutt till. til þál. um aukna fræðslu fyrir almenning í þjóðfélags- og þjóðhagsfræðum. Till. var vísað til hv. allshn., sem afgreiddi hana á fundi sínum 22. f. m. Mælti n. með því, að hún yrði samþ., eins og nál. á þskj. 413 ber með sér. Vegna fjarvistar var ég ekki mættur á fundi allshn., er till. var afgreidd. Hef ég leyft mér að bera fram brtt. á þskj. 453 um, að upphaf 1. mgr. tillgr, orðist svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa fimm manna nefnd eftir till. Háskóla Íslands, Alþýðusambands Íslands, Stéttarsambands bænda, Landssambands ísl. útvegsmanna og Iðnaðarmálastofnunar Íslands, er tilnefna sinn manninn hver, til þess að kanna“, o. s. frv.

Brtt. mín kveður á um, að til viðbótar þeim þrem aðilum: Háskóla Íslands, Stéttarsambandi bænda og Alþýðusambandi Íslands skuli Landssamband ísl. útvegsmanna og Iðnaðarmálastofnun Íslands tilnefna einn mann hvor í n. þá, sem þáltill. kveður á um að ríkisstj. skipi. Verða nm. þá fimm í stað þriggja, sem hv. flm. gerðu ráð fyrir í þáltill. Tel ég eðlilegt og rétt, að Landssamband ísl. útvegsmanna og Iðnaðarmálastofnun Íslands tilnefni einnig menn í þessa nefnd. Ég hef rætt þessa brtt. mína við hv. nm. í allshn., og ég gat ekki heyrt annað en þeir væru allir sammála um, að till. væri þannig samþykkt. Eru mér það því dálítil vonbrigði, að hv. 1. þm. Eyf., form, allshn., óskar eftir því, að brtt. mín sé tekin fyrir á fundi allshn. Var mér ekki annað ljóst en að allir nm. væru samþykkir brtt. minni, og hafði ég því vænzt þess, að till. mín yrði afgreidd á þessum fundi.