27.03.1956
Sameinað þing: 51. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í D-deild Alþingistíðinda. (2451)

19. mál, varnarsamningur við Bandaríkin

Gils Guðmundsson:

Við þjóðvarnarmenn viljum lýsa því yfir, að við erum og höfum ætíð verið algerlega andvígir aðild Íslands að hvers konar hernaðarbandalögum. Við erum því andvígir þeim hluta þessarar till., þar sem lýst er yfir samstöðu um öryggismál við nágrannaþjóðir okkar, m. a. með „samstarfi í Atlantshafsbandalaginu“. En þar sem í síðari hluta till. er stigið spor í rétta átt og svo fyrir mælt, að Bandaríkjaher skuli hverfa úr landi, þykir okkur þjóðvarnarmönnum rétt að greiða till. atkv., enda þótt við teljum hana óákveðna að orðalagi og ganga of skammt, m. a. að því leyti, að þar eru ekki sett nein tímatakmörk fyrir því, hvenær herinn skuli fara. Með þessum fyrirvara segi ég já.

Brtt. 623,2 (ný fyrirsögn) samþ. án atkvgr. Till. samþ. með 31:18 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: KGuðj, KK, LJós, PZ, PÞ, SG, SkG, StgrSt, VH, AE, ÁB, BergS, BSt, BrB, EggÞ, EOl, EirÞ, EmJ, EystJ, FRV, GilsG, GíslG, GÍG, GJóh, GÞG, HÁ, HV, HG, HelgJ, HermJ, JörB.

nei: KJJ, LJóh, MJ, ÓTh, PO, SÁ, SB, SÓÓ, BBen, BÓ, EI, GíslJ, IngF, IngJ, JóhH, JJós, JK, JS.

3 þm. (GTh, JPálm, JR) fjarstaddir.