18.01.1956
Efri deild: 40. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í B-deild Alþingistíðinda. (248)

135. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af því, sem hv. 4. þm. Reykv. sagði, vil ég aðeins taka það fram, að ég get því miður ekki gefið yfirlýsingu um það, hvenær úrlausnar sé að vænta á þessu máli. Það er enn þá í deiglunni og tillögur ekki fyrir hendi. Það væri vitanlega hægt að gera tillögur á hvaða augabragði sem er, en ekki þannig tillögur, að gera megi ráð fyrir, að þær leysi hnútinn. Þess vegna hafa þær till. ekki verið lagðar fram enn þá, og ég get ekki fullyrt, hvenær á þeim er von.