14.12.1955
Neðri deild: 32. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

13. mál, innheimta ýmis gjöld 1956 með viðauka

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 13, hefur gengið gegnum hv. Ed. og verið samþykkt þar óbreytt. Það fjallar um það að framlengja viðauka á nokkrum tekjuliðum ríkisins og er óbreytt frá því, sem verið hefur undanfarin ár, að framlengja viðauka við þessi gjöld, sem eru vitagjald, stimpilgjald og gjald skv. 9. kafla laga um eftirlit með skipum og sömuleiðis gjald af innlendum tollvörutegundum. Fjhn. hefur haft þetta mál til athugunar og orðið á einu máli um að mæla með því, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir. Ég vil því fyrir n. hönd mæla hið bezta með því, að frv. verði samþ. óbreytt.