06.12.1956
Sameinað þing: 15. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2290 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

Endurskoðun varnarsamningsins

Utanrrh. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Út af þeim ummælum hv. 1. þm. Reykv. (BBen), að hann og hans flokkur fái til athugunar erindi þau og samkomulag, sem ég las hér upp áðan, þá er það auðvitað sjálfsagður hlutur, og ég skal sjá um, að hann fái það mjög fljótlega. Hinu vil ég vekja athygli á hjá honum, að það er ekki rétt, að þetta samningsuppkast hati verið til athugunar hjá þingmönnum yfirleitt nú um lengri eða skemmri tíma. Málið var í höndum þeirra. sem um þetta fjölluðu í samningunum, og samningsuppkastið hefur ekki verið öðrum afhent utan ríkisstj., fyrr en nú í dag og í sambandi við þessar umræður. Hins vegar er sjálfsagt að gera ráðstafanir til þess, að hv. 1. þm. Reykv. og hans flokkur fái tækifæri til þess að athuga þetta uppkast.

En að því er varðar tilmæli hans um, að þessum umr. sé frestað þangað til á morgun og að þá verði þeim haldið áfram og ég verði þá við þær, vil ég aðeins taka það fram, að þetta er mér næstum óviðráðanlegt. Ég er á förum burt úr landi á ráðherrafund NATO, sem á að fara að hefjast í París, og þarf að koma þar aðeins fyrir fundinn til undirbúnings í sambandi við okkar mál þar, þannig að það er útilokað fyrir mig að taka þátt í umr. um þetta mál hér á hv. Alþingi á morgun, enda er það ekki svo, að hér liggi fyrir nein till. í málinu eða neitt slíkt. Það er aðeins skýrsla, sem ég hef verið að flytja hér. En ef eftir því er óskað af hv. stjórnarandstöðu, þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn, strax og ég kem til baka aftur, að taka upp frekari umr. um málið hér á hv. Alþingi. En á morgun er mér það því miður ekki unnt.