24.05.1957
Efri deild: 107. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1571 í B-deild Alþingistíðinda. (1466)

159. mál, skattur á stóreignir

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég kvaddi mér hljóðs aðeins til þess að benda hv. þm. á brtt., sem ég flyt við málið um, að mat á flugvélum fari eftir sömu reglum og mat á fiskiskipum.

Á meðan málið hefur verið til meðferðar, höfum við verið að athuga nokkru nánar í fjmrn. um mat á skipum einmitt og flugvélum. Þessu var breytt ofur litið í hv. Nd., en við höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að það muni vera hyggilegra að láta flugvélarnar sæta sömu reglum og fiskiskipin. Vona ég, að hv. d. vilji á þetta fallast.