06.02.1957
Sameinað þing: 25. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2350 í B-deild Alþingistíðinda. (165)

Varamenn taka þingsæti

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Vegna þess að hæstv. forseti vitnaði til venju, þá held ég, að það sé alveg óhikað venja, að kjörbréf er tekið til meðferðar á sama fundi og það berst og fundi frestað, til þess að n. gefist kostur á að skoða það. Nú segir hæstv. forseti, að ekkert muni við þetta kjörbréf að athuga, og þá spyr ég: Hví í ósköpunum eru menn ekki beðnir að ganga hér fram fyrir og líta á þetta kjörbréf og leyfa þessum heiðursmanni að sitja hér með löglegum hætti, en ekki sem óvirkum áhorfanda, á þingbekk þó? Ég hygg, að það sé algert einsdæmi að fara ekki svo að.