26.03.1957
Efri deild: 77. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1988 í B-deild Alþingistíðinda. (2048)

135. mál, atvinna við siglingar á íslenskum skipum

Frsm. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Ég gat um það, þegar þetta mál var hér til 1. umr., að sjútvn. mundi taka það til frekari athugunar á milli umr. Nú hefur hún í huga að gera ef til vill við það brtt., en henni hafa ekki borizt í hendur þau gögn, sem hún telur sér nauðsynlegt að hafa í höndum til þess að ganga frá þeirri breytingu. Ég vildi því óska eftir því, að umr. yrði nú frestað um einn til tvo daga, svo að n. gefist nægilegt rúm til þess að athuga frv. eins og hún telur vera þörf á.