22.02.1957
Neðri deild: 59. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í C-deild Alþingistíðinda. (3201)

121. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Pétur Pétursson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta núna. Þetta frv. er flutt af allshn. þessarar d. skv. beiðni dóms- og kirkjumrn., og í grg. ráðun. er, eins og getið er um í seinni hluta grg. n., miðað við þær reglur, sem hafðar hafa verið áður og settar í samráði við allshn. beggja þingdeilda.

Einstakir nm. hafa ekki athugað umsóknirnar, en þm. úr báðum n. munu gera það nú allra næstu daga væntanlega og ganga í gegnum þær umsóknir, sem hér er lagt til, og þær aðrar umsóknir, sem borizt hafa.