23.10.1956
Efri deild: 3. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

5. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Með þessu frv. er lagt til að framlengja viðauka, sem verið hafa í lögum nú um nokkurra ára skeið, á gjald af innlendum tollvörutegundum, á gjöld samkv. lögum um eftirlit með skipum, stimpilgjald og lestagjald og leyfisbréfagjöld og önnur slík gjöld og loks á vitagjald.

Ég leyfi mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari 1. umr.