20.12.1956
Neðri deild: 40. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (686)

92. mál, útflutningssjóður o. fl.

Áki Jakobsson:

Ég tel þá lausn á vandamálum sjávarútvegsins, sem felst í þessu frv., mjög ófullkomna, þar sem hún er við það miðuð að gera taprekstur sjávarútvegsins og styrkgreiðslur honum til handa að varanlegu fyrirkomulagi. Sú stórfellda skattheimta, sem hér er lögfest, mun valda truflunum, sem munu leiða til stöðnunar í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar.

Ég harma það, að ekki skuli nú hafa náðst samkomulag um varanlegri lausn þessara mála, en með því að ég vil ekki, að til stöðnunar geti komið í sjávarútvegi á komandi ári, þá segi ég já.