19.02.1957
Sameinað þing: 35. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í B-deild Alþingistíðinda. (915)

1. mál, fjárlög 1957

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Á þskj. 260 hefur minni hl. fjvn. flutt brtt. varðandi framlag úr ríkissjóði til iðnlánasjóðs, um það, að framlagíð hækki úr 450 þús. kr. upp í 1 millj. kr. Ég vildi leyfa mér að mælast til þess við hv. minni hl., að hann taki þessa till. aftur til 3. umr. Rökin fyrir ósk minni eru þau, að málefni iðnlánasjóðsins eru til athugunar í ríkisstj., og ég heiti því, að till. ríkisstj. varðandi málefni iðnlánasjóðsins munu koma fram fyrir 3. umr. fjárlaganna, þannig að hv. minni hl. gefist kostur á því, áður en fjárlögin verða afgreidd, að láta í ljós, hvort honum líka þær till. betur eða verr. Ríkisstj. mun láta sínar till. varðandi iðnlánasjóðinn koma fram, áður en fjárlögin verða endanlega afgreidd, og þá mun hv. minni hl. gefast kostur á að gera sínar viðbótartill. eða brtt. við till. ríkisstj., og ég tel heppilegast, að málið komi þá til úrlausnar, en ekki þegar við 2. umr. Ég leyfi mér að vænta þess, að hv. minni hl. fallist á þessa ósk mína.