26.11.1957
Neðri deild: 28. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

39. mál, búfjárrækt

Frsm. (Ágúst Þorvaldason):

Herra forseti. Frv. þetta á þskj. 59 er flutt af landbn. hv. efri deildar, og er það um nokkrar breytingar á þeim kafla búfjárræktarlaganna, sem fjallar um forðagæzlu. Af breytingunni, ef að lögum verður, leiðir engan aukinn kostnað, en á að tryggja betra fyrirkomulag við kosningu forðagæzlumanna og við forðagæzlu og eftirlit með fóðrun búpenings yfirleitt.

Landbn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. og mælir með því, að það nái fram að ganga. Er álit n. prentað á þskj. 98. Samkvæmt því leyfi ég mér að leggja til, að málinu verði að þessari umr. lokinni vísað til 3. umr.