16.05.1958
Neðri deild: 98. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1546 í B-deild Alþingistíðinda. (1421)

189. mál, bráðabirgðastöðvun á tollafgreiðslu

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. lýsti því ekki hér við 1. umr., að hann hefði haft samráð við formann Sjálfstfl. um þetta mál í því formi, sem það er, og úr því að svo var, þá mun ég taka þá brtt., sem ég áðan lýsti, aftur, enda þótt ég telji það eðlilegt, að heimild sem þessi væri í lögum ótakmörkuð og að hver ríkisstj. sem væri hefði aðstöðu til að stöðva tollafgreiðslu, ef það þætti henta. En úr því að hæstv. ráðh. hafði haft samráð við formann Sjálfstfl. um þetta mál og í þessu formi, þá ætla ég ekki að halda mig við þá brtt., sem ég áðan lýsti.