14.12.1957
Efri deild: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (155)

35. mál, útsvör

Forseti (BSt):

Ég vil nú óska þess eða ég tel mig þurfa þá að fara á annan stað, ef ég á að fara að svara skætingi hér, t.d. eins og ég hafi sagt vitleysu, Hv. þm. V-Sk. er lögfræðingur, en ég ekki. En ég staðhæfði það, að till. um þetta efni hefði aldrei verið felld hér í deildinni. Hvaða munur sé á því að breyta ákvæði og setja annað í staðinn eða fella till., það veit hv, þm., þó að í þessu tilfelli sé ekki mikill efnismunur á því, enda hef ég tekið það fram, að ég kann illa við að bera þetta upp, og flm. hefur fallizt á að breyta till. En það er formlegur munur á því, og annað banna lögin, en hitt ekki. Þau banna að bera upp till., sem búið er að fella, en þau segja ekkert um það, að ekki megi setja aftur inn í frv. ákvæði, sem búið er að taka út úr frv. — Það gleður mig, að hv. þm. N-Ísf. (SB) kveður sér hljóðs um þingsköp, því að hann hefur verið forseti í hv. Nd. lengi. Það er fróðlegt að heyra, hvað hann segir um þetta.