21.11.1957
Efri deild: 24. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (1774)

13. mál, landhelgisbrot

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Nokkuð snemma á þinginu lagði ég fram mál nr. 13 hér í deildinni, og því var vísað til nefndar skömmu þar á eftir. Ég geri ráð fyrir, að n. hafi átt svo annríkt, að hún hafi ekki mátt vera að því að sinna því enn, — það er um refsingar fyrir landhelgisbrot,— a. m. k. hefur ekkert frá henni komið. En ég vildi nú vænta þess, að hún færi að hugleiða, hvort hún gæti ekki gefið sér tíma til að sinna því. Fundirnir hafa ekki alltaf verið svo langir, að það sé vel skiljanlegt, að það hafi ekki verið hægt að halda nefndarfundi um málið, og óska ég eftir, að forseti fari að ýta á eftir því, að það fari að koma fram nál.