03.06.1958
Sameinað þing: 52. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í D-deild Alþingistíðinda. (2527)

190. mál, endurkaup seðlabankans

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Mér kom alveg á óvart, að hv. frsm. skyldi víta hv. flm. till. Það kom ekkert fram í n. eða hjá nokkrum nm. í þá átt, að þeir teldu þetta vítavert, og þess vegna tel ég ummæli hv. þm. eingöngu hans eigin ummæli, en ekki nefndarinnar. Ég verð að segja það, að mér sem einum nefndarmanni þykir alveg óviðeigandi að viðhafa slík orð, a.m.k. í nafni nefndarinnar.

Að öðru leyti vil ég segja það, að ég er samþykkur því orðalagi, sem nú er á till, n. Ég er sammála hv, frsm. um, að eins og málið er vaxið, er þetta þinglegra form á till. en hitt, sem var upphaflega, þó að alltaf megi deila um, hvernig orða skuli slíkar tili. sem þessa.