18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í B-deild Alþingistíðinda. (287)

73. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSt):

Ég vil aðeins benda hv. þm. á, að það er ekki í frv. bannað að nota gjallarhorn til annars en áróðurs. Það er aðeins bannað að nota þau til áróðurs í kosningunum samkvæmt frv.

Enn fremur vil ég minna á, að þetta frv. er um breytingu á lögum um kosningar til Alþ., en mér virðist næstum eins og mönnum virðist, að það muni vera um breyt. á lögum um kosningar til bæjarstjórnar.

Ég skal gjarnan doka við. Það hefur enginn kvatt sér hljóðs, en ég doka aðeins við eftir till. frá hv. þm. Vestm.