18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

73. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSt):

Út af fyrstu ummælum hv. þm. N-Ísf. (SB) vil ég taka það fram, að það er rétt, að hann bað mig um fjarvistarleyfi um stund í dag og gat þess, að hann mundi langa til að tala í þessu tiltekna máli, sem hér hefur verið á dagskrá. En ekki get ég talið, að hann hafi þá beðið um orðið, enda sat ég ekki í forsetasæti, þegar þetta skeði, heldur fyrri varaforseti deildarinnar, og hefði hann átt að snúa sér til hans, hvað það snerti. Og ég sé ekki, að þó að maður viti um einn fjarverandi mann, sem gjarnan vildi tala, að hægt sé annað en slíta umr., þegar enginn er á mælendaskrá.