20.02.1958
Neðri deild: 54. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1889 í B-deild Alþingistíðinda. (3025)

Landhelgismálið

Forseti (HÁ) :

Það verður að virða forseta það til vorkunnar, þó að hann hafi langað til að höggva eitthvað inn á þessa myndarlegu dagskrá, sem við höfum hér, og ég hef þess vegna verið að þreyta hv. þingheim með því að biðja menn að stytta ræður sínar. Annars fer nú að verða svo lítið eftir, að það skiptir minnstu, hvort við ljúkum tímanum, sem við höfum til umráða, með því að hafa eingöngu þetta mál til meðferðar, og læt ég því kyrrt liggja, þó að umr. haldi áfram, enda nokkrir á mælendaskrá.