20.12.1957
Sameinað þing: 23. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (3147)

Þingfrestun og setning þings

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir árnaðaróskir og fyrir samvistir og samvinnu á þeim hluta þingsins, sem nú er lokið. Ég vil taka undir árnaðaróskir hans og þakklæti til starfsfólks þingsins. En sérstaklega vil ég bera fram árnaðaróskir okkar þingmanna til hans og hans fjölskyldu og óska þeim gleðilegra jóla og farsæls nýárs og að þeim megi ætið vel farnast og við hittum hann heilan og hressan, er við komum hér aftur. Bið ég þingmenn um að staðfesta þá ósk með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]