24.05.1958
Efri deild: 106. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (3167)

130. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ég er þeirrar trúar, að eins og valdhafarnir hafa daufheyrzt við á undanförnum árum hinum ýmsu röddum, sem fram hafa komið um nauðsyn öflunar tekjustofna fyrir bæjar- og sveitarfélög, muni þeir lítt rumska, þó að hér sé gerð í þessari hv. deild áskorun til stjórnarvalda um að hefjast handa eitthvað í þessu skyni. Það er orðinn margra áratuga svefn, sem liggur yfir framkvæmdum í þá átt að gera sveitarfélögunum eitthvað bærilegra að standa víð sínar skuldbindingar. En hins vegar hafa valdhafarnir af öllum flokkum svo að segja á hverju þingi íþyngt þessum aðilum, bæjar- og sveitarfélögum landsins, með nýjum byrðum, en ekki fengizt til þess að hreyfa hönd eða fót til að — (Forseti:

Ég bið hv. ræðumann að afsaka. Á hann langt eftir af ræðu sinni?) Ég var rétt að byrja, hæstv. forseti. (Forseti: Þá held ég, að ég verði að biðja hann að gera svo vel að fresta framhaldi ræðunnar.) Já. — [Frh.]